Ég hef ákveðið að henda mér og öðrum til skemmtunar inn nokkrum pistlum um grísku, þá aðallega til að hjálpa mér í náminu og kannski gefa smá þekkingu af mér í leiðinni.
Ég ætla að byrja á 2 linkum, öðrum á gríska-enska orðabók sem er á netinu og hinn á frábærann byrjendakennsluvef á grísku.
Orðabókin: http://www.kypros.org/cgi-bin/lexicon
Kennsluefnið: http://www.langintro.com/greek/
Þetta er ákaflega góð byrjun.
Tuesday, July 22, 2008
Sunday, October 21, 2007
Chania Panorama
Þegar ég fór með Ingu og Heiðu út að vitanum við Feneysku höfnina í Hania í sumar tók ég seríu af höfninni til að gera panorama mynd. Nú er ég loksins búinn að púsla þessu saman og hér er útkoman
smellið hér!
Það gæti þurft að fara yfir myndina og smella því að hún er mikið stærri en upplausnin á nokkrum skjá svo að vafrarnir minnka hana niður til að hún sé sýnileg á skjánum.
smellið hér!
Það gæti þurft að fara yfir myndina og smella því að hún er mikið stærri en upplausnin á nokkrum skjá svo að vafrarnir minnka hana niður til að hún sé sýnileg á skjánum.
Thursday, September 27, 2007
Fréttir af Krítarmálum
Sá merki atburður gerðist að eðalfjölskyldan Kastrinaki á Hótel Malou samdi í gærkvöldi við forsvarsmenn Heimsferða og verður boðið upp á ferðir á þetta ágæta hótel næsta sumar og mun ég án nokkurs vafa nýta mér það í sumarfríi mínu í mai. Manos Kastrinaki er staddur hér á ísalandi þessa daga og ætlar að vera í vetur og fram á sumar en hann staðfesti þessar ágætu fregnir við mig á kaffihúsi í kvöld.
Hlakka til að sjá ykkur på kriti.
Gummi
Hlakka til að sjá ykkur på kriti.
Gummi
Tuesday, September 4, 2007
Sunday, July 22, 2007
Tsatsiki
Tsatsiki er grillsósa sem grikkir nota með öllu grilliðu lambi og svíni. Á ensku er þetta kallað "Cucumber relish" en mætti kalla á íslensku Gúrkusósu.
Uppskrift:
- 1 dolla hrein jógúrt.
- Agúrka sem er búið að hýða og rifin smátt út í jógúrtina.
- 1 hvítlauksgeiri rifinn með rifjárni.
- Dass af Ólífuolíu
- Salt.
Þessu er öllu blandað saman en ekki er gefið upp magn þar sem þetta á að vera eftir smekk. Smakkað til.
Uppskrift:
- 1 dolla hrein jógúrt.
- Agúrka sem er búið að hýða og rifin smátt út í jógúrtina.
- 1 hvítlauksgeiri rifinn með rifjárni.
- Dass af Ólífuolíu
- Salt.
Þessu er öllu blandað saman en ekki er gefið upp magn þar sem þetta á að vera eftir smekk. Smakkað til.
Sunday, July 1, 2007
Endir
Ekki koma fleiri myndir hér fyrr en næsta sumar. Þó gætu dottið inn uppskriftir að grískum mat eða annað dót.
Kveðja G
Kveðja G
Wednesday, June 27, 2007
Nyjar myndir.
Subscribe to:
Posts (Atom)